Reynir Snær fer eigin leiðir með Creature of Habit – gefur út nýja lagið „Fönix“

Gítarleikarinn þekkti stígur fram með persónulegt verkefni og djúpan hljóðheim.

Lestrartími: 1 mínúta

Reynir Snær Magnússon, sem margir þekkja sem einn af eftirsóttari gítarleikurum íslensku tónlistarsenunnar, er mættur með nýtt lag undir heitinu Creature of Habit. Í þessu persónulega verkefni hristir hann af sér hlutverk sessjón-spilarans og gefur sínum eigin tónlistarheimi rými – heimi þar sem gítarinn ræður för, röddlaus en samt fullur af sögum.

Í laginu „Fönix“ blandast stemningsríkar hljóðmyndir við tjáningarríkan gítarleik, og útkoman er líkt og kvikmyndasenan sem þú vissir ekki að þig vantaði tónlist við. Reynir hefur lýst verkefninu sem hráu, heiðarlegu og persónulegu – ætlað til að finna fyrir.

Við erum um það bil að birta ítarlegt og opinskátt viðtal við Reyni um nýja verkefnið, innblásturinn,
lífið og allt þar á milli.

Hér getið þið hlustað á lagið „Fönix“ þar til viðtalið lendir.

Myndband við lagið „Fönix“. Reynir Snær leikstýrir sjálfur, en myndbandið býður upp á sterka sjónræna túlkun þar sem dansinn, leikstjórnin og kvikmyndatakan skapa áhrifaríka heild.

Credit-listi fyrir myndbandið:

  • Leikstjórn: Reynir Snær Magnússon

  • A.D.: Helgi Grímur Hermansson

  • Kóreógrafía: Hannes Egilsson

  • D.O.P.: Gestur Sveinsson

  • Klipping & Litvinnsla: Gestur Sveinsson

  • Förðun: Úlfar Viktor Björnsson

  • Framleiðsla: Reynir Snær Magnússon

  • Grafík: Ívar Páll

  • Tónlist & texti: Reynir Snær Magnússon, Lárus Örn Arnarson

Sérstakar þakkir:
Sýrland Rental, Sveinn Kjartansson, Hinrik Jónsson, Jonny Devaney, Anton Smári Gunnarsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sylvía „Love Tank“

Next
Next

Að eltast við skuggann af Kanye West