SAGAN Á BAKVIÐ TÍMARITIÐ

Upphaf alvöru tímarita á Íslandi!

Það voru margir sem gáfu út tímarit á níunda áratugnum, sum buðu upp á teppi og parket, önnur buðu.. minna teppi og meira hold. En aðeins einn maður hóf feril sinn með hjarta, dýpt og ritstjórn sem fór ekki eftir smellum, heldur samvisku.

Sá maður heitir Þórarinn Jón Magnússon. Hann var ekki bara útgefandi heldur átti hann blaðastandana með öllu. Það var ekki hægt að fara í næstu sjoppu, bókabúð eða jafnvel Hagkaup án þess að sjá að minnsta kosti eitt af tímaritunum hans í efstu hillu.

Samúel, Mannlíf, Hús & Híbýli, Bleikt & Blátt. Já, það síðastnefnda líka!

Samúel var þó alltaf upphafið og hjartað. Þar var ritstjórn sem vildi eitthvað meira – vildi greina, vildi skilja. Þar var skrifað af virðingu, bæði gagnvart efninu sem og lesandanum. Fyrir þá tíð sem við þekkjum í dag, þar sem fólk smellir á fyrirsagnir eins og „tíu hluti sem þú vissir ekki um frægt fólk“ var verið að skrifa um menningu, trú, tónlist, réttlæti og tilveru.

Vefurinn; www.samson.is er haldreipi þeirrar sögu og svo brú yfir í samtímann.

Á næstu dögum mun Þórarinn birta eigin pistla, sögur og upplifanir.

Hann ætlar ekki að rifja upp „hvað það var miklu betra hér áður fyrr“
heldur skoða hvernig tímarit og menningartjáning hefur breyst og hvað gleymdist á leiðinni.

Við munum rekja þá sögu, vinda upp á þræðina og sýna hvernig Samúel var ekki bara blað
heldur tímamót nýrrar stefnu. Ekki öskra, heldur að segja frá.

Og núna ætlum við að segja ykkur enn meira..