The Prodigy komu fram á Coachella 2025, heidruðu Keith Flint – og minntu á að þetta er ekki búið.

The Prodigy mættu á Coachella 2025, settu allt á fullt og minntu heiminn á hverjir fundu upp adrenalín í hljóðformi.

Lestrar­tími: 3 mínútur

Engin upphitun. Enginn uppgerð. Bara þeir sjálfir.

The Prodigy stigu á svið á Coachella 2025 og mættu með allt á tæpasta vað. Ekkert nostalgíuspil, ekkert pönsur – bara hrátt sett, byggt á lögum sem enn virka og enn krefjast einhvers af þér. „Breathe“, „Voodoo People“, „Omen“, „Poison“, „No Good (Start the Dance)“, „Firestarter“, „Smack My Bitch Up“ og „Out of Space“. Tónlist sem er ekki að elda trend – hún stendur með sínum eigin takt. Þeir þurfa ekki að sanna neitt, en samt gera þeir það. Í hvert skipti.

Flint er farinn – en ekki fjarverandi

Keith Flint (t.v.) á sviði með Maxim. Einn sá skærasti og dýpsti karakter breskrar raftónlistar. Þegar The Prodigy heiðra hann, er það ekki með tárum heldur tryllingu.

Í miðju setti birtist laser-silúetta af Keith Flint á sviðinu. Enginn texti. Engin yfirlýsing. Bara hann, eins og hann var. Og allir skynjuðu það. „Við spilum ekki án Keith. Við spilum með honum,“ sagði Liam Howlett í viðtali við L.A. Times. Það var ekki sorgarathöfn. Það var ekki minningargigg. Þetta var tónleikasvið þar sem Keith var enn með – og það var engin þörf á að útskýra meira.

Þeir gera enn eitthvað sem skiptir máli The Prodigy spila ekki tónlist til að þóknast einhverju. Þeir hafa ekkert með EDM-senuna að gera. Þetta er ekki lúxusútgáfa af einhverju sem var einu sinni ögrandi. Þetta er enn beint í æð – fyrir fólk sem vill fá eitthvað óslípað inn í kerfið. „Það er enginn að gera það sem við gerum,“ sagði Howlett. Og það er erfitt að mótmæla því.

Við vitum alveg hvað þeir geta

The Prodigy hafa spilað á Íslandi nokkrum sinnum, og ég gleymi aldrei fyrstu tónleikunum þeirra í Kaplakrika þegar ég var táningur, einhvern tímann í kringum 199-og-eitthvað. Þetta voru ekki stærstu tónleikarnir sem hafa verið haldnir en þeir skildu svo sannarlega eftir sig spor. Þetta var ekki bara partý. Þetta var eitthvað sem sat eftir og mótaði mig sem táning m.a. Keith Flint var á sviðinu, galopinn, með allt á fullu og við vorum þarna með honum. Það er erfitt að lýsa því, en þetta festist. Þetta var ein af þeim stundum sem sitja í líkamanum jafnvel þó minningin verði óskýr, og minninginn vaknar í hvert sinn sem ég heyri gömlu lögin.

Nú halda þeir áfram, án Flint en með sama fókus og áður. Þeir gera enn það sem þeir gera best: spila tónlist sem talar beint, án filters. Við myndum taka vel á móti þeim aftur. Ekki til að dást að því sem var, heldur af því þetta skiptir enn máli. Og þeir vita það.

The Prodigy - Omen
Live at Coachela 2025

Setlist með helstu lögum
á Coachella 2025:

  • Breathe

  • Voodoo People

  • Omen

  • Poison

  • No Good (Start the Dance)

  • Firestarter (laser heiðrun Keith Flint)

  • Smack My Bitch Up

  • Out of Space

The Prodigy - Breathe
Live at Coachella 2025

The Prodigy - Voodoo People
Live at Coachella 2025

Previous
Previous

Eyþór Ingi & Savanna Woods ásamt hljómsveit á Græna hattinum 26. Apríl

Next
Next

Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga í Salnum