Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga í Salnum
Grétar Örvarsson hefur staðið fyrir tónleikum undir heitinu Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga í Salnum frá árinu 2021. Tónleikarnir hafa notið mikilla vinsælda og hafa þekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar komið fram. Að þessu sinni mun Páll Rósinkrans stíga á svið ásamt Grétari, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir löngu landsþekktu söngvarar taka höndum saman. Þeir eru þó ekki án söngkonu og hafa fengið Unni Birnu Björnsdóttur til liðs við sig.
Úrvalslið hljóðfæraleikara skipar hljómsveitina: Haukur Gröndal klarinett- og saxófónleikari, Pétur Valgarð gítarleikari, Þórir Úlfarsson píanóleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari og Sigfús Óttarson trommuleikari. Auk þess leikur Grétar sjálfur á hljómborð og Unnur Birna á fiðlu.
Flutt verður fjölbreytt úrval eftirlætislaga sem hafa orðið vinsæl í flutningi íslenskra hljómsveita og söngvara allt frá sjötta áratugnum og eiga djúpar rætur í þjóðarsálinni.
Á efnisskrá eru m.a.lögin:
* Liljan
* Ég er kominn heim
* Í rökkurró
* Segðu ekki nei
* Minningar
* Því ertu svona uppstökk?
* Sunnanvindur
* Óbyggðirnar kalla
* Sunnanvindur
* Þannig týnist tíminn