INGÓ | Minningar & Styrktartónleikar
Ingólfur Þór Árnason, betur þekktur undir listamannsnafninu Ingó, lést langt fyrir aldur fram í Lissabon þann 22. febrúar síðastliðinn. Ingó var einstök sál – hlýr, skapandi og kær vinur margra í íslensku listalífi.
Til að minnast hans og heiðra líf hans og verk hafa vinir úr listasenunni sameinast um að halda þessa sérstæðu tónleika.
Viðburðurinn hefur tvíþættan tilgang:
Annars vegar að safna fé til að standa undir kostnaði við að flytja Ingó heim til Íslands. Hins vegar að kveðja hann með virðingu, tónlist og kærleik – umvafin nærveru vina, fjölskyldu og allra þeirra sem vildu honum vel.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA HÉR/ Miðaverð er kr. 4.900.