Einar Vilberg og Paunkholm halda Nirvana lifandi. Grunge-hjartað slær enn

Það er eitthvað við gruggið sem sleppir aldrei tökum sínum. Spyrjið bara Einar Vilberg og Paunkholm tveir af uppteknustu og færustu rokkstjörnum landsins. Þeir gætu auðveldlega verið of uppteknir í hljóðverum og stóru sviðunum til að sinna litlum grugg-kvöldum, en þetta er akkúrat það sem þeir elska að gera þegar tími gefst. Þeir hafa báðir komið við í flestum hornum íslenskrar rokksenu, frá upptökum og viðburðahaldi til hljómsveita og alþjóðlegra verkefna, en samt er grugg-rokk þeirra hjartans mál.

Einar Vilberg er maðurinn sem komst alla leið í úrslit hjá sjálfum Stone Temple Pilots árið 2016 ekki lítill áfangi fyrir íslenskan rokkara. Hann er röddin og sálin í rokksveitinni NOISE, meðlimur alþjóðlegu þungarokksveitarinnar Dead Eyed Creek og hefur auk þess gefið út sólóefni sem hefur vakið mikla athygli.

Paunkholm, betur þekktur sem Franz Gunnarsson, er gítarhetjan sem getur nánast allt á sex strengjum. Hann er með puttana í ýmsum íslenskum tónlistarverkefnum og hefur unnið með fjölda af helstu tónlistarmönnum landsins. Paunkholm er maðurinn sem allir vilja hafa í sínu liði þegar kemur að alvöru rokk-tónleikum.

Við á Samson.is erum að vinna ítarleg viðtöl við þessa tvo töffara, en næstu heiðurstónleikar þeirra verða Nirvana Nevermind Rokk messa á Græna hattinum þann 27. júní 2025. Það verður kvöld þar sem grugg-klassíkin mætir krafti íslenskra rokkgoðsagna.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu upptökuna þeirra frá tónleikum í Iðnó þann
5. apríl 2025, þar sem þeir flytja lagið „School“ eftir Nirvana. Lagið „School“ kom upphaflega út á fyrstu plötu Nirvana, Bleach (1989) sem er og verður alltaf mín uppáhlads plata með Nirvana.

Upptaka frá tónleikum í Iðnó, Reykjavík – 5. apríl 2025

  • Lag: School (eftir Nirvana, Kurt Cobain)

  • Einar Vilberg: Söngur og gítar

  • Punkhólm: Gítar og bakraddir

  • Jón Svanur: Bassi

  • Stefán Ari: Trommur

Upptaka: Hallur Jónsson
Myndband: Stefán Ari
Myndataka: Halldór Hrafn

Previous
Previous

Stærsta boxmót ársins á Íslandi ICEBOX verður haldið aftur í áttunda sinn föstudaginn 13.Júní

Next
Next

Eyþór Ingi & Savanna Woods ásamt hljómsveit á Græna hattinum 26. Apríl