Stærsta boxmót ársins á Íslandi ICEBOX verður haldið aftur í áttunda sinn föstudaginn 13.Júní

Viðburðurinn hefur stækkað hvert sinn og þann 13.Júní verður heldur betur veisla eins og áður. Samkvæmt mörgum sem þekkja til er líklegt að ICEBOX sér orðinn stærsti staki viðburður í áhugamannahnefaleikum í evrópu. Það hefur selst upp á síðustu viðburði og engin hætta á öðru í þetta skiptið. 

Húsið opnar 18:20 og fyrsti bardagi hefst um kl 19:00 en aðalhluti bardaga kvöldsins hefst 20:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og í fyrsta sinn í sögu Íslands verður box í boði í PPV (Pay Per View). 

Það verða þrjár týpur af miðum af boði aftur núna 13.Júní. 

Almennir miðar 

Almennir stúkumiðar í hefðbundinni handboltastúku og gildir "fyrstur kemur fyrstur fær" í þessi sæti, athugið að hringurinn er fyrir miðjum sal ólíkt áður þar sem allur salurinn er í notkun í fyrsta sinn þannig að það skiptir miklu máli að mæta tímanlega og ná sínu drauma sæti í almennri stúku. Uppselt hefur verið á síðustu Icebox viðburði í öll sæti og engin ástæða til að bíða fram á síðustu stundu. - 2.900 kr.

Betri Stúkan

Mjög takmarkað magn sæta í afmörkuðum auka stúkum beint fyrir aftan Ringside VIP sætin þar sem sætaröðin er hækkuð upp og horft beint yfir Ringside VIP sætin, mun stærra svæði en síðast og afmörkuð sæti með baki fyrir hvern og einn. Þessir miðar hafa alltaf selst upp og gildir "fyrstur kemur fyrstur fær" í þessi sæti en öll þessi sæti eru á besta stað og öll mjög góð. 6.900 kr.

RINGSIDE VIP

Hér eru bestu sætin í húsinu, við hringinn og innifalinn matur á lúxus smáréttahlaðborði á efri hæðinni í lokuðum sal og óáfengir drykkir en allt þetta er einungis fyrir keppendur og þá sem sitja í RINGSIDE VIP. Þessir miðar hafa alltaf selst upp á síðastu viðburðum. Hér gildir einnig "fyrstur kemur fyrstur fær" en það eru einungis fá svona sæti í sölu og öll alveg upp við hringinn á öllum hliðum. Með þessum miðum er einnig sérinngangur bæði inn í Kaplakrika sem og inn í keppnissal. 19.900 kr.

Vertu tímanlega og tryggðu þér miða hér!

Previous
Previous

Rokkuð rödd Seattle mætir íslenskri orku Savanna Woods og Eyþór Ingi sameina krafta sína

Next
Next

Einar Vilberg og Paunkholm halda Nirvana lifandi. Grunge-hjartað slær enn