
Senda inn
kynningu
Við viljum halda góðum gagnagrunni yfir tónlistarfólk
og hljómsveitir sem eru með eitthvað spennandi í gangi.
Samson.is er íslenskur menningarvefur sem byggir á grunni tímaritsins Samúel, sem kom út á árunum 1969–1999.Við höldum áfram þeirri hefð á stafrænum vettvangi og með nútímalegri nálgun.
Síðan er rekin eins og tímarit. Vel unnið efni, skýr stíll og góð framsetning skipta máli. Það sem birtist fær rými og er valið af kostgæfni.
Baklandið er reynslumikið. Höfundar síðunnar hafa staðið að útgáfu, haldið fjölda viðburða og starfað með tónlistarfólki á ólíkum stigum bæði hér heima og erlendis. Sú reynsla mótar nálgunina og hvað leitað er að í sögunum sem fá pláss. Okkur er ekki sama hvernig hlutirnir eru sagðir – og allt er unnið af fagmennsku og virðingu.
Efnið spannar tónlist, kvikmyndir, hönnun, mat, listir og mannlíf, sett fram á hreinni íslensku, af yfirvegun og með áhuga.
Við leitum að efni sem hefur eitthvað að segja – ekki bara eitthvað til að sýna.
Segðu okkur frá því sem þú ert að gera – við viljum heyra í þér
Samson.is er vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk bæði fyrir þá sem eru að byrja og þá sem hafa verið á ferðinni lengi. Við viljum vita hvað er í gangi:
Ertu að gefa út lag eða plötu?
Ertu með tónleika á döfinni?
Eða einfaldlega með eitthvað að segja um tónlist og sköpun.
Fylltu út formið hér að neðan og láttu okkur heyra í þér.
Ef eitthvað er spennandi
þá höfum við samband.
Hvað viltu segja heiminum?
Við viljum heyra frá þér, hvort sem það er útgáfa, viðburður,
hugleiðing, saga eða eitthvað sem brennur á þér.
Ef þú vilt að við skoðum verkefnið þitt fyrir mögulega umfjöllun eða viðtal, hjálpar það að senda með:
Stutta kynningu í google docs. (hver ert þú / hljómsveitin?)
Tónlistardæmi - hafa í kynningarskjali tengla - (Spotify, YouTube o.s.frv.)
Myndir í góðri upplausn (portrait, sviðsmyndir, o.s.frv.)
Tengla á samfélagsmiðla og vefsíðu (ef til staðar)
📸 Ef þú vilt deila efni með okkur (t.d. presskit eða myndir) þá er þægilegast að nota 👉🏻 wetransfer