Spennandi leikhúsnám fyrir ungt fólk í Þjóðleikhúsinu!

Árið 2024 stofnaði Þjóðleikhúsið nýjan leikhússkóla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára til að kynna sér leikhúsið frá ólíkum hliðum og efla færni sína.

Leikhússkólinn býður upp á faglega eins árs leikhúsmenntun, þar sem nemendur kynna sér hin ólíku störf í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Nemendur öðlast þannig víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Nemendur mynda leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf út frá áhugasviði sínu. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Skólastjóri er Vala Fannell.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir veturinn 2025 – 2026
þú getur skráð þig á helkkinn hér að neðan

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025

Previous
Previous

Snoop Dogg: Frá Gangsta Rappari til Menningarlegs Leiðtoga

Next
Next

Straumrof hjá Spotify