Bjöggi stóð ekki við fyrirheitið frá 1982
Börgvin Halldórsson á afmæli í dag, 16. marz, og óskar SAMÚEL honum til hamingju með afmælið.
Í tilefni afmælisins þykir okkur við hæfi að rifja það upp, að árið 1969 söng Bjöggi inn á hljómplötu með Brimkló lag sem Chip Taylor hafði samið, en Þorsteinn Eggertsson gert íslenskan texta við. Þar sem hljómplötuútgefandinn óttaðist að útgefendur Samúels gætu hugsanlega farið í mál útaf innihaldi textans þótti rétt að senda þá Bjögga og Steina til fundar við ritstjóra blaðsins og fá það uppáskrifað að ekki yrði gert veður útaf flutningnum. Ritstjórinn gaf hiklaust samþykki sitt með því skilyrði, að laginu yrði komið á topp vinsældalista. Því lofaði Bjöggi hátíðlega.
Síðar átti Bjöggi svo eftir að syngja lagið að nýju inná hljómplötu og þá með Stefáni Hilmarssyni. Svo fór að lagið féll áheyrendum svo vel í geð, að það sat í fyrsta sæti vinsældalista útvarpsins þrjár vikur í röð og hefur oft fengið að hljóma á öldum ljósvakans á þeim 56 árum sem síðan eru liðin.
„Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja.”
Sökum stöðugra vinsælda Bjögga hefur hann hins vegar átt erfitt með að standa við það “loforð” sem hann gaf í viðtali við Samúel sumarið 1982. Fyrirsögn viðtalsins var sótt í það sem söngvarinn sagði við Ásgeir Tómasson blaðamann tímaritsins: “Maður stimplar sig inn árið 1967 og út um 2000”. Það er greinilega engin leið að hætta. Síðan Bjöggi lét sér þessi orð um munn fara eru liðin 43 ár og enn er hann á leiðinni á svið. Í viðtali við VÍSI fyrir tónleika í Laugardalshöll í desember sagði hann: „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja.”